Ný deild opnuð við heilsuleikskólann Álfastein

Miðvikudaginn 12. apríl 2023 var tekin í notkun ný deild við heilsuleikskólann Álfastein. Deildin hlaut nafnið Ljósálfadeild og er staðsett í glæsilegri nýbyggingu leikskólans til norðurs. Deildin er virkilega rúmgóð og býður upp á frábært rými til leiks og náms fyrir yngst börnin. Á Ljósálfadeild eru yngstu börnin frá 12 mánaða aldri og er pláss fyrir um 20 börn. Leikskólinn er nú orðinn fjögurra deilda og alls 70 mörg börn á honum en pláss verður fyrir 90 börn í næsta mánuði. Aðrar deildir leikskólans heita Álfadeild, Trölladeild og Dvergadeild.

Sveitarfélagið telur það mikilvægt að geta tekið vel á móti barnafjölskyldum sem flytja í Hörgársveit, grundvallaratriði er að sveitarfélagið bjóði upp á góðan leikskóla og pláss fyrir ný börn. Heilsuleikskólinn Álfasteinn er fyrirmyndarleikskóli sem er rekinn með glæsibrag.