Nökkvi fyrstur í mark

1. maí hlaup UFA fór fram í gær. Liðlega helmingur nemenda Þelamerkurskóla hljóp annað hvort 2 eða 5 km. Fyrir þá þátttöku lenti skólinn í öðru sæti í keppni fámennra skóla um hlutfallslega mætingu skólanna. Nokkrir foreldrar slógust líka í för með hlaupurum.

Allir lögðu sig fram í hlaupinu og náðu góðum árangri. Nökkvi Hjörvarson var til dæmis fyrstur í mark af nemendum 1. og 2. bekkjar sem hlupu 2 km. Strákarnir í 7. og 8. bekk höfðu flestir einsett sér að hlaupa 5 km á innan við 30 mínútum og því náðu þeir allflestir.

Á vef Þelamerkurskóla er hægt að skoða myndir sem teknar voru í hlaupinu og sjá tímana í hlaupinu. 

 

          (Frétt af vef Þelamerkurskóla)