Niðurstaða kosninga

Talin hafa verið atkvæði í kosningu til sveitarstjórnar í Hörgársveit. Atkvæði féllu þannig að J-listi Grósku fékk 139 atkvæði og þrjá menn kjörna, L-listi Lýðræðislistans fékk 80 atkvæði og einn mann kjörinn og N-listi Nýrra tíma fékk 78 atkvæði og einn mann kjörinn. Auðir seðlar og ógildir voru 20.

Samtals voru greidd 307 atkvæði á kjörstað og utankjörfundaratkvæði voru 10, alls 317. Á kjörskrá voru 439 og var því kosningaþátttakan 72,2%.