Móttaka úrgangs og endurvinnanlegra efna.

Hörgársveit og Terra hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að íbúar sveitarfélagsins geta losað sig við úrgang hvort heldur er endur-vinnanlegur eða til urðunar á kostnað sveitarfélagsins í móttökustöð Terra við Hlíðarfjallsveg á Akureyri. Skilyrt er að um fasteignaeiganda sem greiðir sorphirðugjald í Hörgársveit sé að ræða og þarf viðkomandi að gefa upplýsingar því til staðfestingar. Viðkomandi gerir vart við sig við komu og fylgja leiðbeiningum starfsmanns. Allir farmar eru vigtaðir. Kvittað fyrir með nafni, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri. Terra gerir reikning á sveitarfélagið og fylgja honum rekjanlegar upplýsingar um notanda.

Samkomulag þetta nær ekki til rekstraraðila í sveitarfélaginu sem áfram þurfa að greiða fyrir förgun enda eru þeir ekki greiðendur sorphirðugjalda til sveitarfélagsins. Það er von okkar að vel til takist og að notendur vandi til frágangs og forflokki farma sem skilað er. Opnunartími móttökustöðvar er frá kl. 8:00 – 17:00 alla virka virka daga. Lokað um helgar.