Miðaldamarkaður á Gásum

Velheppnaður miðaldamarkaður var á Gásum um síðustu helgi. Þá lögðu 1.200 gestir leið sína að Gásum til að berja augum eyfirskt og danskt handverksfólk íklætt miðaldabúningum við leik og störf. Góð stemning myndaðist og fólk staldraði lengi við enda nóg að skoða. Nánar á www.gasir.is.