Menningarstefna Hörgársveitar

Sveitarstjórn hefur staðfest menningarstefnu sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2014-2018. Síðla árs 2012 hóf menningar- og tómstundanefnd sveitarfélagsins undirbúning að gerð hennar. Í nóvember 2013 hófst svo vinna við samningu stefnunnar í afar góðri samvinnu við menningarfulltrúa Eyþings, Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur. Leiðarljós menningarstefnunnar er Saga – Samstarf – Fjölbreytileiki. Henni er m.a. ætlað að stuðla að öflugu og frjóu menningar- og listalífi í sveitarfélaginu í samvinnu við íbúa, félagasamtök og opinbera aðila.

Menningarstefnuna í heild má lesa hér.