Með fullri reisn á Melum

Leikfélag Hörgdæla mun í vetur setja upp leikritið MEÐ FULLRI REISN eftir Terrence McNally í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikritið er byggt á frægri breskri bíómynd sem heitir The Full Monty. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson. Leikfélagið mun einnig halda námskeið í vetur, sem verða nánar auglýst síðar.

Leikfélagið hélt aðalfund sinn 29. september sl. að Melum í Hörgárdal. Hann var vel sóttur og mjög málefnalegur. Stjórn leikfélagsins skipa Bernharð Arnarson, formaður, Axel Vatnsdal, Stefán Jónsson, Sigríður Svavarsdóttir og Helga Jónsdóttir.