Lónsbakki deiliskipulagstillaga

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði að Lónsbakka skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af landamörkum Bitrugerðis og Hraukbæjar til vesturs, landamörkum Hraukbæjarkots til norðurs, landamörkum Dvergasteins og Ytra-Krossaness til austurs og farvegi Lónsár

til suðurs. Svæðið er samtals 26,9 ha.

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 23. júní 2017 til og með 4. ágúst 2017. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu Hörgársveitar á www.horgarsveit.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið vigfus@sbe.is í síðasta lagi þann 4. ágúst 2017.  Tillöguna má sjá hér:

Deiliskipulagsuppdráttur

Skýringaruppdráttur

Greinargerð

f.h. Hörgársveitar

Vigfús Björnsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi