Lokaskýrsla um jarðhitarannsóknir

Lokið er borun hitastigulshola í Hörgárdal og Öxnadal, sem fram fór í vetur. Boraðar voru 16 holur sem allar voru hitamældar tvisvar sinnum og þannig metinn hitastigull þeirra.  Þá liggja fyrir gögn úr eldri borholum á svæðinu.

Hitastigullinn mældist 47-105°C eftir því hvar á svæðinu borað var, sem þýðir að engar vísbendingar eru um jarðhitasvæði í nágrenni við þá staði sem borað var á.

Lokaskýrslu um rannsóknirnar má lesa með því að smella hér (6,9 Mb).