Lífshlaupið

Í febrúar stendur ÍSÍ í annað sinn fyrir fræðslu- og hvatningarverkefninu Lífshlaupið. Í því felst að fólk skráir alla hreyfingu sína inn í form á vefsíðunni www.lifshlaupid.is og tekur þar með þátt í vinnustaðakeppni, hvatningarleik fyrir grunnskóla eða einstaklingskeppni eftir því sem við á.

Gildi hreyfingar fyrir heilsu og vellíðan er ótvíræð, svo að þeir sem telja sig þurfa að hreyfa sig meira en nú, ættu að nota þetta tækifæri til að stuðla að aukinni vellíðan með þátttöku í verkefninu. Allar nánari upplýsingar á www.lifshlaupid.is.