Leshringur stofnaður í Hörgársveit

Í gær var fyrsti fundur leshrings í Hörgársveit í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Markmið leshringsins er að auka lestur góðra bóka og að skiptast á ábendingum um gott lesefni.  Lesnir eru kaflar úr bókum og bakgrunnur höfunda kynntur, rædd eru efnistök og innihald bóka sem þátttakendur ákveða.
Leshringurinn ætlar að hittast síðasta mánudag í mánuði, en fundarstaður verður breytilegur.