Leikfélag Hörgdæla frumsýnir Klerka í klípu.

Leikfélag Hörgdæla mun frumsýna gamanleikinn Klerkar í klípu eftir Philip King, föstudagskvöldið 27. febrúar kl. 20:30 á Melum í Hörgárdal. Þetta er fyrsta sýning leikfélagsins á Melum eftir að miklum endurbótum á húsinu lauk.
Hér er á ferðinni ærslafullur farsi sem gerist á prestssetri í litlu þorpi á Englandi. Presturinn á staðnum bregður sér í burtu kvöldstund og þar með upphefst mikill misskilningur sem í blandast eiginkona, liðþjálfi, biskup, þorpsbúar og fleiri.
Þess má geta að þó verkið sé skrifað um miðja síðustu öld þá er enn verið að sýna það víða í Bretlandi við góðan orðstýr.
Leikstjóri er Saga Jónsdóttir, um leikmyndahönnun sá Þórarinn Blöndal og um hönnun lýsingar sá Ingvar Björnsson. Leikar í sýningunni eru 9 og saman­stendur hópurinn af reyndari leikurum og nokkrum nýliðum, en alls vinna um 20 - 30 manns við sýninguna. 
 

 

Hönnun: Geimstofan - Addi.