Leikfélag Hörgdæla

 

Loksins!  Stundarfriður á Melum

Það hefur lengi verið áhugi Leikfélags Hörgdæla (LH) að setja upp leikritið Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson. Og nú er loksins komið að því! Stundarfriður er mörgum enn í fersku minni í uppfærslu Þjóðleikhússins fyrir um 25 árum. Það var einnig sett upp víða um lönd og fékk alls staðar afar góðar viðtökur. Leikritið Stundarfriður sem lýsir lífi sundraðar fjölskyldu í Reykjavík er nútíma samfélagsspegill með kómískum undirtón. Stífar æfingar hafa nú staðið yfir frá því um miðjan janúar og stefnt er að frumsýningu fyrir páska. Leikstjórn er í höndum Sögu Jónsdóttur en hún hefur áður leikstýrt fyrir Leikfélag Hörgdæla;  Þrek og tár og Klerkar í klípu. Alls eru 9 leikarar í sýningunni. Á myndinni er stærstur hluti fjölskyldunnar “á tali” saman.