Laufabrauðsdagur í Þelamerkurskóla

Á morgun, föstudaginn 11. desember, er laufabrauðsdagur í Þelamerkurskóla. Þá skera nemendur laufabrauðið sem snætt er á litlu jólunum og þorrablóti skólans. Einnig föndra nemendur jólakort og spila saman.

Nemendahópnum verður skipt í þrjá hópa sem flakka á milli stöðva. Innan hópanna er "litlir" og "stórir" paraðir saman svo þeir eldri geti miðlað reynslu sinni til þeirra sem yngri eru.

Dagurinn byrjar með morgunmat í matsal og áður en honum lýkur verða sungin nokkur jólalög undir stjórn Eiríks Stephensen, skólastjóra Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Því næst skiptast nemendahóparnir niður á stöðvarnar. Hver hópur verður í eina klukkustund á hverri stöð. Eftir hádegismatinn verður jólasýning fimleikahóps Þelamerkurskóla í íþróttasalnum, síðan verður farið í leiki og að lokum í sund.

Öllum er velkomið að slást í hópinn. Nánar hér á heimasíðu Þelamerkurskóla.