Lagning ljósleiðara í gangi

Lagning ljósleiðara um sveitarfélagið er gangi. Tengir hf. á Akureyri gerði samning við sveitarfélagið um stuðning við verkefnið, þannig að á þremur árum væri unnt að leggja ljósleiðara að öllum húsum í því.

Búið er að leggja stofnlagnir í alla áfanga sem áætlaðir voru á þessu ári og verið er að vinna í að leggja heimtaugar. Áætlað er að fyrstu notendur verði tengdir við ljósleiðaranetið í október.

Einnig er búið að leggja stofnlagnir um hluta svæðis sem var á áætlun 2016, frá Engimýri að Bægisá.

Ef veður leyfir verður byrjað á áföngum sem voru á áætlun næsta sumar, frá Dvergasteini að Fögruvík.

Sjá hér myndskeið um lagningu ljósleiðara (24 MB).