Kyrrðardagur á Möðruvöllum

Kyrrðardagur verður á Möðruvöllum laugardaginn 26. sept. nk. Kyrrðardagur höfðar til þeirra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð. Á Möðruvöllum verður boðið upp á helgihald, samveru, kyrrð, útiveru, lestur og íhugun.

Umsjón hafa sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, og sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur. Kyrrðardagurinn er þáttakendum að kosnaðarlausu. Skráning á srslara@ismennt.is eða í síma 462 1963.