Kynningarfundur um aðalskipulag

Kynningarfundur um tillögu að aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 verður í Hlíðarbæ miðvikudaginn 2. apríl nk. 20:00. Tillagan hefur verið kynnt Skipulagsstofnun og nágrannasveitarfélögunum.

Á kynningarfundinum munu skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins fara yfir tillöguna og svara fyrirspurnum um aðalskipulagið. Að loknum fundinum verður unnið úr athugasemdum og gengið frá lokatillögu. Því næst mun sveitarstjórn óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa aðalskipulagstillöguna. Á auglýsingatímanum gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna.

Allir eru velkomnir á kynningarfundinn.