Kynning á aðalskipulagstillögu

Á fimmtudaginn, 15. febrúar kl. 20 verður tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar kynnt á almennum fundi í Hlíðarbæ. Þar munu Yngvi Þór Loftsson, arkitekt, og Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfræðingur, kynna tillöguna. Síðan verður spáð, spekúlerað og rýnt í kort eftir því sem fundarmenn vilja.

Íbúar Hörgarbyggðar eru eindregið hvattir til að koma á kynningarfundinn og taka virkan þátt í mótun fyrsta aðalskipulags sveitarfélagsins.