Kvenfélagið styrkir búningakaup

Kvenfélag Hörgdæla hefur ákveðið að styrkja Barnakór Þelamerkurskóla um 250 000 kr. Styrkurinn verður notaður til að búa til einkennisbúninga fyrir kórinn.
Eldri hópur kórsins áformar að taka þátt í Landsmóti barnakóra 19.-21. apríl n.k. og fyrir þann tíma verður sá hópur kominn með vísi að kórbúningi. Einnig áætlar allur barnakórinn að halda vortónleika þann 25. maí og þá er stefnt að því að allir í kórnum verði komin með kórbúning.
Styrkur af þessu tagi og hugurinn sem honum fylgir er mikil hvatning fyrir starfið, bæði fyrir börnin og fullorðna fólkið sem með þeim starfa. Fyrir hvort tveggja er innilega þakkað hér í skólanum.  

 

(Frétt af vef Þelamerkurskóla)