Kvenfélagið gefur endurskinsvesti

Á heimasíðu Þelamerkurskóla er sagt frá styrk sem Kvenfélag Hörgdæla hefur veitt skólanum til að kaupa endurskinsvesti fyrir nemendur og til að kaupa blikkljós til að setja á umferðarmerki við þjóðveginn til að vara bílstjóra við þegar börn eru á leið yfir þjóðveginn.

Hvort tveggja veitir börnunum meira öryggi en ella. Þau eru dugleg að nýta sér umhverfi skólans til náms og leikja.

Formaður Kvenfélags Hörgdæla er Alda Traustadóttir á Myrkárbakka.

Sjá hér heimasíðu skólans.