Kort í sund fyrir íbúa og aðra gesti

Til þess að kaupa kort í símann er farið á jonasarlaug.is, tegund korts sem á að kaupa er valin og greitt fyrir með greiðslukorti. Í rafrænt veski símans bætist þá við rafrænt aðgangskort sem notandi ber upp að skanna til þess að fá aðgang að sundlauginni. Kortin eru gefin út á tiltekinn einstakling og eiga einungis að vera notuð af þeim einstaklingi. Lýðheilsukort fyrir íbúa eru neðst í valmyndinni og eru tengd við Þjóðskrá Íslands þaþr sem við lesum inn lögheimili einstaklinga. Einnig er hægt að kaupa stakan miða, sem er eitthvað sem hentar til dæmis fyrir ferðafólk sem getur þá keypt sína miða fyrirfram og þurfa ekki að staldra við í afgreiðslunni eða bíða í röð. Kort fyrir börn eru afgreidd í afgreiðslu sundlaugarinnar.

Leiðbeiningar:

  • Farðu inn á jonasarlaug.is.
  • Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum.
  • Smelltu á nafnið þitt í valmyndinni (uppi til hægri) og veldu svo Kortin mín.
  • Finndu kortið og veldu Sækja kort í síma.
  • Þá er hægt að setja kortið upp í veskinu í símanum og skanna.

Athugið að fólk verður að vera með Veski/Wallet uppsett í sínum sínum, en það er sama forrit og við notum til að geyma til dæmis ökuskírteinið okkar, ýmsa miða og kort.