Kirkjukórinn til Rómar

Kirkjukór Möðruvallasóknar stefnir að því að fara í tónleikaferð til Rómar 10.-17. ágúst í sumar. Það sem meira er, allir sem áhuga hafa, eru velkomnir með. Allar upplýsingar um ferðina er að fá hjá Hjalta Páli í síma 694 4343, netfang hjalti@afe.is og hjá sóknarpresti sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur.

Starf kórsins stendur með miklum blóma. Fyrir utan að syngja í messum hefur hann haldið tónleika í samstarfi við Samkór Svarfdæla og sungið á stofnunum í nágrenninu. Stjórnandi er Helga Bryndís Magnúsdóttir.