Kirkjukórinn í tónleikaferð

Kirkjukór Möðruvallaklausturskirkju leggur á morgun land undir fót með tónleika sem bera yfirskriftina "Konan og ástin í ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi". Fyrst verður sungið í Þorgeirskirkju við Ljósavatn 11. júní kl. 20:30 og svo í Ketilhúsinu á Akureyri 13. júní kl. 15:00. Með í för verða Björk Jónsdóttir söngkona og Hjörleifur Valsson fiðluleikari. Stjórnandi er Helga Bryndís Magnúsdóttir, sem stýrt hefur kórnum undanfarin ár við góðan orðstír. Hún leikur jafnframt á píanó á tónleikunum. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Eyþings.