Kirkjukórinn á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju

Á hádegistónleikum Tónlistarfélags Akureyrar, sem nefnast "föstudagsfreistingar", næsta föstudag (1. nóvember) syngur Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls. Tónleikarnir byrja kl. 12 í Akureyrarkirkju. Um hálftíma síðar verður súpa til reiðu í safnaðarheimilinu. Verðið á öllu saman er 2.500 kr.