Kindum bjargað úr klettum

Það er víðar en í Esjunni (sbr. frétt RÚV um síðustu helgi) sem kindum er bjargað úr klettum.

Milli jóla og nýárs var ær bjargað af klettasyllu í gilinu milli Fornhaga og Dagverðartungu. Það voru Þór í Skriðu og Róbert í Litla-Dunhaga sem björguðu kindinni, sjá hér nánar.

Í september í haust var svo lambi bjargað úr Háafjalli á móts við Staðarbakka. Björgunarsveitarmennirnir Anton, Sigurður og Finnbogi á Akureyri sáu um þá björgun, sjá nánar hér