Kelikompan fékk styrk

Tómstundaaðstaðan í Kelikompunni fékk í síðustu viku styrk frá Norðurorku hf., ásamt fleiri samfélagsverkefnum.

Styrkurinn sem Kelikompan fékk er 150 þús. kr.  Samtals voru veittir styrkir að fjárhæð 4.825.000 kr. til 34 verkefna. Á myndinni sést Sigríður Guðmundsdóttir taka við styrknum úr hendi Helga Jóhannessonar, forstjóra.