Jónasarlundur hlýtur umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2021

Jónasarlundur hlýtur umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2021

Sveitarstjórn Hörgársveitar ákvað að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar að umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2021 hljóti Jónasarlundur í Öxnadal.

Sveitarstjórn fór 18. júní s.l. og hitti stjórn Jónasarlundar og afhenti þeim viðurkenningu í tilefni af valinu.

Á myndinni sem tekin er í lundinum, er sveitarstjórnin ásamt stjórn Jónasarlundar.