Jón Laxdal á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla stendur nú yfir sýning Jóns Laxdals Halldórssonar. Jón stundaði nám við heimspeki við Háskóla Íslands og er sjálfmenntaður í myndlist. Hann hóf skapandi feril í ljóðlist sem þróaðist síðan yfir i myndlist á árunum 1980–1983. Þá starfrækti hann sýningarstaðinn Rauða húsið ásamt fjölda fólks. Jón hefur hlotið viðurkenningar og starfslaun frá íslenska ríkinu og Akureyrarbæ. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og sett upp einkasýningar víða um heim. Jón býr og starfar í Freyjulundi í Arnarneshreppi.