Jólaljósadagur Þelamerkurskóla

Á hverri aðventu taka nemendur og kennarar Þelamerkurskóla sig saman og lýsa upp hlíðina ofan við skólann.

Strax að morgni jólasljósadagsins, eins dagurinn er jafnan kallaður, er safnast saman utan við skólann með stormkerti og þrammað upp í skóginn ofan vegarins. Þar er kertunum raðað upp á svæðinu sem venjulega gengur undir nafninu Álfaborgin.

Jólaljósadagur skólans í ár er á mánudaginn 14. desember.

Lengi fram eftir deginum má sjá ljóshafið í hlíðinni og eru allir sem eiga leið um nágrenni skólans hvattir til að virða það fyrir sér.