Innritun í Þelamerkurskóla 2023

Vinsamlegast opnið eyðublaðið hér að neðan til þess að innrita barn í skólann.

Innritun í Þelamerkurskóla 2023

Á Íslandi eru tíu ára skólaskylda og byrja börn alla jafna í grunnskóla árið sem þau ná sex ára aldri. Við upphaf skólagöngu er margt nýtt að læra bæði fyrir barn og foreldra/forráðamenn.
Á heimasíðu Þelamerkurskóla eru margvíslegar upplýsingar sem mikilvægt er að kynna sér.
Nemendur sem verið hafa á Heilsuleikskólanum Álfasteini hafa kynnst Þelamerkurskóla með heimsóknum sínum í skólann og samstarfi skólanna tveggja samkvæmt samstarfsáætlun sem finna má hér

Með skráningu þeirra upplýsinga sem hér er beðið um, telst barn þitt formlega innritað í Þelamerkurskóla.

Skólaakstur er frá heimilum og að skóla. Skólinn hefst kl 8.20 að morgni og lýkur kl. 14.25 mánudaga - fimmtudaga og kl. 12.45 á föstudögum.

Skólinn skaffar öllum nemendum öll gögn sem nota þarf í skólanum, s.s. ritföng og bækur. Nemendur koma því ekki með pennaveski að heiman. Það er gott að hafa litla skólatösku en hún þarf ekki að vera stór. Það eina sem slík taska þarf að rúma er lestrarvasi sem nemandi fær í skólanum í haust, sem og auka föt, sundföt og íþróttaföt.

Nánari upplýsingar um allt varðandi skólastarfið munu berast ykkur smátt og smátt!

Vakni einhverjar spurningar eruð þið hvött til að hafa samband við stjórnendur skólans, Ragnheiði Lilju ragnheidurlilja@thelamork.is eða Hrafnhildi hrafnhildur@thelamork.is eða í síma