Íbúum fjölgar um 7.6% milli ára

Mikil íbúafjölgun varð í Hörgársveit á árinu 2018 og eru íbúar í ársbyrjun 2019 nú 624.  Íbúar í ársbyrjun 2018 voru 580 og hefur því fjölgað um 44 íbúa eða um 7.6% sem er með því mesta á landinu.