Íbúafundur um Staðardagskrá 21

 

Staðardagskrárnefnd stendur fyrir íbúafundi mánudaginn 16. janúar n.k. þar sem fyrirliggjandi drög að dagskrá verða kynnt.  Hægt er að nálgast drögin á heimasíðu sveitarfélagsins, www.horgarbyggd.is.

 Fundurinn verður haldinn í Þelamerkurskóla og hefst kl. 20:30.

Ragnhildur Helga Jónsdóttir frá landsskrifstofu Staðardagskrár 21 mætir á fundinn, en hún hefur unnið að verkefninu með nefndinni og hefur framsögu ásamt formanni nefndarinnar, Birnu Jóhannes­dóttur.

Íbúar Hörgárbyggðar er eindregið hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið og láta í ljós skoðanir sínar.