Íbúafundur um aðalskipulag

Frumdrög að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 hafa verið í vinnslu undanfarnar vikur. Þau verða kynnt  á íbúafundi 2. maí nk. kl. 20:00 í Hlíðarbæ, jafnframt því að leitað verður eftir sjónarmiðum íbúa í því sambandi. Í kjölfar þessa íbúafundar verða gerð formleg drög að aðalskipulagstillögunni, sem verða svo kynnt á íbúafundi í haust.

Að íbúafundinum loknum, og eftir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og sveitarstjórnar, verður aðalskipulagstillagan auglýst og óskað eftir hugsanlegum formlegum athugasemdum við hana.