Í Skjaldarvík verði áfram hjúkrunardeild

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar tekur undir þau sjónarmið starfsmanna í Skjaldarvík að þar sé mjög heppilegt að reka heimili fyrir fólk með minnisglöp og skorar á bæjarstjórn Akureyrar að endurskoða þá afstöðu sína að leggja niður heimilið, ekki síst í ljósi þess að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum í héraðinu hafa verið að lengjast.