Hvað á sveitarfélagið að heita?

Í dag hófst leitin að nafni á sameinuðu sveitarfélagi Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Á dreifimiða sem borinn var á öll heimili á svæðinu er óskað eftir hugmyndum að nafni sveitarfélagsins. Þeim þarf að koma til skrifstofu Hörgárbyggðar í síðasta lagi 23. apríl nk. Þær hugmyndir að nafni sem taldar eru koma til greina, verða sendar til örnefnanefndar til umsagnar, sbr. 4. gr. sveitarstjórnarlaga. Síðan verður kosið um þær þeirra sem örnefnanefnd samþykkir, samhliða sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Lokaákvörðun um nafnið er svo í höndum sveitarstjórnar.