Húsnæðisbætur í stað húsaleigubóta

Þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt.
Þjónustuskrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og hóf starfsemi 16. nóvember s.l. og er búið að opna fyrir umsóknir.

Þá er einnig búið að opna heimasíðu með upplýsingum og reiknivél fyrir húsnæðisbætur:
www.husbot.is
Frá og með 1. janúar 2017 munu sveitarfélögin því ekki sjá lengur um greiðslu húsaleigubóta og er þeim sem rétt hafa á slíkum bótum því bent á Greiðslustofu húsnæðisbóta með greiðslur frá og með þeim tíma.