Hörgárbyggð eignast byggðarmerki

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var ákveðið að merkið sem er hér til vinstri verði byggðarmerki Hörgárbyggðar. Merkið teiknaði Jóhann H. Jónsson, teiknari, eftir hugmynd sem varð til á heimaslóðum. Það vísar til Hraundrangans milli Öxnadals og Hörgárdals og Hörgárinnar sem rennur eftir endilöngu sveitarfélaginu. Græni liturinn í merkinu táknar gróskuna og búsældina á svæðinu.

Byggðarmerkið verður skráð hjá Einkaleyfisstofunni, www.els.is.