Hljómsveitartónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Sunnudaginn 13. mars n.k. verða nemendatónleikar í Hlíðarbæ. Fram koma eingöngu hljómsveitir sem flytja ýmsa dægurtónlist (rokk, blús, jass og fl.) Þessir tónleikar eru afrakstur æfingabúða sem verða þessa helgi í Hrafnagili þar sem fimm hljómsveitir æfa ýmsa tónlist sem flutt verður á tónleikunum.

Tónleikarnir verða í Hlíðarbæ og hefjast kl. 14:00.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.