Hjólbarðasöfnun tókst vel

Lokið er fyrsta verkefni í umhverfisátaki Hörgárbyggðar 2008. Söfnun ónýtra hjólbarða fór fram í gær og dag. Söfnunin fór fram úr björtustu vonum því að alls söfnuðust 7,5 tonn af hjólbörðum víðs vegar úr sveitarfélaginu.

Í næstu viku verða svo settir gámar fyrir járnadrasl og timbur við Mela og Hlíðarbæ. Vonandi verða þeir fylltir hvað eftir annað, þannig að sem víðast verði hreinsað til. Síðar í sumar verða svo veittar viðurkenningar fyrir snyrtimennsku í sveitarfélaginu. Meira um það síðar.