Hjalti Jóhannesson gegnir starfi sveitarstjóra

Hjalti Jóhannesson hefur verið ráðinn til að gegna starfi sveitarstjóra í fjarveru Guðmundar Sigvaldasonar til 1. september.

Hjalti er landfræðingur að mennt og hefur starfað sem sérfræðingur og aðstoðarforstöðumaður hjá Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri undanfarin ár. Hann starfaði áður að sveitarstjórnarmálum, m.a. á vettvangi Eyþings og Akureyrarbæjar.

Hjalti er boðinn velkominn til starfa.