Helgi Pétur setti Íslandsmet

Á aldursflokkamóti UMSE í byrjun mánaðarins setti Helgi Pétur Davíðsson í Kjarna Íslandsmet í 60 m grindahlaupi í flokki 13 ára stráka. Hann, sem í umf. Smáranum, fékk tímann 9,89 sek.

Mótið var jafnframt stigakeppni aðildarfélaga UMSE. Umf. Smárinn varð þar í öðru sæti með 210,5 stig. Samherjar urðu í fyrsta sæti með 276 stig. Um 120 keppendur frá 9 félögum voru skráðir til leiks á mótið, sem fór mjög vel fram.

Nánari úrslit er hægt að skoða með því að smella hér.