Gunnar Jónsson ráðinn skrifstofustjóri

Gunnar Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri á skrifstofu Hörgársveitar.  Gunnar hefur langa reynslu af skrifstofu- og stjórnunarstörfum.  Hann var sveitarstjóri í Hrísey í lok síðustu aldar, starfaði sem skrifstofustjóri hjá KMPG á Akureyri í 7 ár, var framkvæmdastjóri KA í 13 ár og hefur rekið eigið bókhaldsfyrirtæki. Hlutverk hans verður fyrst og fremst fólgið í umsjón og færslu bókhalds sveitarfélagsins og tengdum verkefnum auk þess að vera staðgengill sveitarstjóra þegar á þarf að halda.