Guðmundur ráðinn sveitarstjóri

Á fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar 30. júní sl. var Guðmundur Sigvaldason ráðinn sveitarstjóri í Hörgársveit á nýbyrjuðu kjörtímabili. Hann varð sveitarstjóri í Hörgárbyggð á síðasta kjörtímabili. Þá var hann sveitarstjóri á Stokkseyri og Skagaströnd á árunum 1983-1990.