Göngustígar á Gásum

Hópur sjálfboðaliða frá SEEDS samtökunum hefur unnið að gerð göngustíga um forleifasvæðið á Gásum. Með þessu opnast skemmtileg gönguleið sem liggur í hring, hefst og endar við bílastæðið á Gásum.

Hópurinn sem vann að þessu kemur frá ýmsum löndum, Grikklandi, Ítalíu, Belgíu, Bandaríkjunum og Lettlandi og hefur unnið mjög gott starf.