Göngur og réttir

Á morgun, miðvikudag, hefjast göngur í Hörgárbyggð þetta haustið. Þá munu Hörgdælingar smala fram-Hörgárdal að austan og síðan heldur smalamennskan áfram fram á sunnudag, þá lýkur 1. göngum. Heildarfjárfjöldi sem dagsverkum er jafnað niður á í sveitarfélaginu eru 5.261 kind, sem er fjölgun um 114 frá fyrra ári. Álögð dagsverk eru alls 392.

Réttir eftir 1. göngur í Hörgárbyggð í haust eru sem hér segir: Staðarbakkarétt, föstudag 11. september kl. 10, Þorvaldsdalsrétt og Þórustaðarétt síðdegis 12. september og Þverárrétt 14. september kl. 10. Nánar má lesa um þetta í fjallskilaboðum (gangnaseðlum) fjallskiladeildanna hér á heimasíðunni, smelltu fyrst hér.