Göngur í Hörgársveit haustið 2010

Á fundi sínum 5. júlí sl. samþykkti fjallskilanefnd eftirfarandi tillögu:

„Ákveðið var að höfðu samráði við fjallskilastjóra nágrannasveitarfélaga að flýta göngum í Hörgársveit um eina viku, frá þeim tíma sem mælt er fyrir um í fjallskilasamþykkt. Fyrstu göngur verða því í Hörgársveit, frá miðvikudeginum 8. september til sunnudagsins 12. september. Aðrar göngur verði svo viku síðar.“