Göngur í Hörgárbyggð

1.göngur í Hörgárbyggð haustið 2003 verða sem hér segir:
Í Glæsibæjardeild, Syðri-Bægisárdal og neðri hluta Skriðudeildar fram að Sörlatungu laugardaginn 13. september.
Í Gloppu og Almenningi í Öxnadal föstudaginn 19. september en önnur svæði þar laugardaginn 20. september og réttað í Þverárrétt sunnudaginn 21. september.
Í fremri hluti Skriðudeildar  miðvikudaginn 17. september til sunnudagsins 21. september. 
Fjallskilanefnd minnir á að víða í Hörgárbyggð vantar menn í göngur.  Því geta þeir sem hafa gaman af því að spreyta sig í göngum haft samband við fjallskilanefndina í Hörgárbyggð.
Í fjallskilanefnd eru Guðmundur Skúlason, sími 462-6756/846-1589, Aðalsteinn Hreinsson, sími 462-6996/896-0447 og Stefán Lárus Karlsson, sími 462-5897/865-1777

 

Hörgárdalur