Góður kynningarfundur um aðalskipulag

Í gærkvöldi var haldinn velheppnaður kynningarfundur um aðalskipulag Hörgárbyggðar sem nú er unnið að. Yngvi Þór Loftsson og Óskar Örn Gunnarsson kynntu forsendur skipulagsins og sýndu margar uppdrætti þar að lútandi. Kynningarfundurinn var vel sóttur, á honum voru um 50 manns. Á fundinum var ákveðið að setja upp hér á heimasíðunni ábendinga- og athugasemdasíðu, sjá hér. Þar getur fólk komið á framfæri skoðunum sínum á aðalskipulaginu og ýmsu sem henni tengist.

Spáð í kortin