Góðar kýr í Hörgárbyggð

Nýlega veitti Búnaðarsamband Eyjafjarðar viðurkenningar fyrir stigahæstu kýrnar  í Eyjafirði,  fæddar 1999, þar sem tekið er tillit til bæði dómseinkunnar og kynbótamats.

Það var Hillary 315 frá Brakanda sem var krýnd gullkýr ársins og hlutu eigendurnir, Elínrós Sveinbjörnsdóttir og Viðar Þorsteinsson, gullstyttu af kú af því tilefni.  Bronskúna hlutu hjónin á Dagverðareyri, Gígja Snædal og Oddur Gunnarsson, fyrir kúna Fínu.  Silfurkýrin var veitt fyrir kúna Frekju  á Akri í Eyjafjarðarsveit.