Góð ferð á Meistaramót í frjálsum

UMSE fór með kornungt lið á aðalhluta Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Keppendur voru sex á aldrinum 14-24 ára.

Arna Baldvinsdóttir, Smáranum, stóðst álagið með prýði og bætti sig í langstökki og 400 m hlaupi. Svo hljóp hún kvennagrindina mjög vel og varð 10.

Steinunn Erla Davíðsdóttir, Smáranum, var yngsti keppandinn frá UMSE. Hún er 13 ára og bætti sig í 200 m hlaupi og náði besta tíma allra Eyfirðinga í því og endaði í 16. sæti. Af öðrum Eyfirðingum má nefna

að Gunnar Örn Hólmfríðarson, Samherjum, stökk 1,91 m í hástökki og sigraði.

Þetta er mjög dýmæt reynsla fyrir unga krakka að keppa með stjörnunum í fyrsta skipti. Það var svolítið skrítið á fá eiginhandaráritun hjá Silju Úlfarsdóttur og stilla svo blokkirnar við hliðina á henni 5 mínútum seinna og búa sig undir að keppa við hana.